Keppir fyrir hönd Íslands

Mótið fer fram á Balí í desember.
Mótið fer fram á Balí í desember. Skjáskot/eFootball

Ísland er að keppa í eFootball 2023 á heimsmeistaramóti International Esports Federation í Balí.

Heimsmeistaramót Rafíþrótta

IESF eða International Esports Federation er með það markmið að gera rafíþróttir að einni heild, að allir sem spila rafíþróttir séu undir sama hatti. Sameina fólk og kraftinn í fjöldanum.

IESF stendur fyrir móti núna 1.-12. desember sem fer fram í Balí og er keppt í fjölda leikja, svosem Counter-Strike, eFootball, Dota, Tekken svo eitthvað sé nefnt. 

Tindur mættur til Balí. Fremstur er Alexander Aron.
Tindur mættur til Balí. Fremstur er Alexander Aron. Skjáskot/Instagram

71 landslið keppa á mótinu í eFootball og skiptist það niður í 16 riðla.

Ísland leikur í riðli E og er það rafíþróttamðurinn Tindur Örvar Örvarsson sem keppir fyrir hönd Íslands. 

Fyrsti leikur hans er á móti Íran næstkomandi laugardag klukkan 10.00 að staðartíma sem er klukkan 02.00 að íslenskum tíma.

Sýnt verður frá leiknum á Twitch rás IESF .

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is