Ný leikjatölva á markað fyrir hunda

Tölvan er væntanleg á komandi mánuðum.
Tölvan er væntanleg á komandi mánuðum. Skjáskot/Joipaw

Hugmynd sem varð til eftir brandara milli vina fær að líta dagsins ljós á komandi mánuðum.

Fyrirtækið „Joipaw“, sem er frumkvöðlafyrirtæki í Bretlandi, er að hanna leikjatölvu fyrir hunda og ber nafnið „Joipaw Console“. 

Átti aldrei að verða að veruleika

Hugmyndin lifnaði hjá stofnendunum Dersim Avdar og Marco Jenny en höfðu starfað saman í mörgum fyrirtækjum og þekktust vel.

Þeir eignuðust hund að nafninu Kawet og vildu leyfa honum að njóta dagsins þótt þeir væru ekki heima og með því kom hugmyndin að tölvuleikjum fyrir hunda. 

Markmiðið að sýna greind hunda

Vinirnir hafa talað um að hundarnir séu bráðgreind dýr og vilja sýna það með því að hanna leikjatölvu sem inniheldur leiki sem eigendur velja úr fyrir hundinn sinn eftir því hvernig stuði hundurinn er í.

Með þessu gæti náðst bætt geðheilsa hunda. 

Margir leikir í boði

Aðalmarkmið fyrirtækisins er að bæta geðheilsu hunda og eru margir leikir á plani leikjatölvuframleiðandans en einn sá vinsælasti er “Whack-a-mole”, en hundarnir sýna leiknum mikla athygli. 

Flestir leikirnir eru spilaðir með nefi hundsins en snertiskjár fylgir tölvunni, sumir leikir krefjast þó sérstakrar ólar með hreyfiskynjurum.

Ef hundinum gengur vel í leiknum dreifir tölvan nammi til hundsins.

Tölvan kemur á hæðarstillanlegum fæti og hægt er að bæta við hátölurum, myndavél og hljóðnema við tölvuna. 

Rannsóknir sýna jákvæða fylgni

Þessi hugmynd þeirra vina er ekki einungis byggð á áhuga þeirra á tölvuleikjum heldur styður hún sig við rannsókn frá árinu 2017 þar sem yfir 300 hundar spiluðu tölvuleiki á snertiskjái og var jákvæð fylgni við almenna ánægju hundsins.

Það verður þó að segja að ekki er hægt að skipta út eigendum fyrir tölvuna, enda er ekkert sem kemur á milli mannsins og besta vini hans.

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is