Nýr leikur Need for Speed vekur athygli

Need for Speed Unbound með tónlistarmanninum A$AP Rocky.
Need for Speed Unbound með tónlistarmanninum A$AP Rocky. Samsett mynd

Need for Speed Unbound er kominn á markað og hefur fengið góðar viðtökur bílaleikjaunnenda. Sumir eru þó óvissir um ákveðna hluti leiksins.

Of mikið í gangi?

Margir sem hafa spilað leikinn tala um að of mikið sé í gangi, að ljósa- og skjábrellur séu ofaukið, en segja svo að eftir því að leikurinn er spilaður meira venst þetta.

Keyrir vel

Leikjaunnendur vonuðust margir eftir því að ræsa leikinn og tæki á móti þeim leikur sem myndi minna á gömlu tímana.

Mörgum þeirra finnast skjábrellurnar hallærislegar en horfa svo framhjá því þegar þeir byrja að keyra um borgina og sjá ökuhæfileika bílanna.

Bílarnir og söguþráður leiksins er vel hannað og hefur tekist vel til. Leikurinn gerist í borginni Lakeshore, sem er stórborg sem minnir á Chicago.

Borgin er skipt upp í miðbæ, verslunargötur, íbúa- og iðnaðarhverfi. Borgin er flott og er æðilsegt að keyra um og keppa á götum Lakeshore.

Lögreglan fast á hælum

Söguþráðurinn er flottur og vel skrifaður. Samtöl eiga sér stað í bakgrunni spilunarinnar sem fer stundum ekki mikið fyrir enda nóg um að vera á skjánum hjá spilaranum.

Lögreglan er með það markmið, eins og í mörgum öðrum Need for Speed leikjum, að taka niður ökuþóra í ólöglegum götukeppnum.

Eftir hverja keppni eykst hættustig spilarans og því hærra hættustig, því eftirsóttari verður spilarinn.

Samstarf í tónlistinni

Tónlistarmaðurinn A$AP Rocky fer með stórt hlutverk í leiknum. Hann gaf út nýtt lag fyrir leikinn og fjölmargir viðburðir í Need for Speed Unbound þar sem hann setur þrautir fyrir spilara í leiknum.

Samstarfið er vel heppnað og tónlistarmaðurinn vel teiknaður upp í leiknum.

Vel heppnað samstarf.
Vel heppnað samstarf. Skjáskot/NFS

Leikurinn er flottur og fær góða dóma eftir fyrstu vikuna í spilun. Hann er fersk bæting við flóru Need for Speed leikja og margir sem höfðu litlar væntingar notið þess vel að spila leikinn.

Hvaða eldhús fær þitt atkvæði?

  • Sigtýr Ægir
  • Móna Lind
  • Kleópatra Thorstensen
  • Birta Amarie
  • Adinda Marita
mbl.is