Fylkir safnaði 160.000 krónum fyrir Bergið

Frá góðgerðastreymi Fylkis til styrktar Berginu.
Frá góðgerðastreymi Fylkis til styrktar Berginu. Skjáskot/Twitch/Fylkir

Góðgerðastreymi Fylkis, sem fór fram um helgina, tókst vel til en þær Bryn­dís Heiða og Katrín Ýr streymdu í tólf klukkustundir og skemmtu áhorfendum með ýmsum brögðum.

Á þeim tólf klukkustundum sem þær voru í beinni útsendingu tókst þeim að safna 160.000 íslenskum krónum til styrktar Berginu.

Tekist á við ýmsar áskoranir

Á meðan streyminu stóð var tekist á við alls konar áskoranir. Áskoranir á borð við að borða sterkar núðlur og að mála útsendarann Sage, úr tölvuleiknum Valorant, á vegginn í aðstöðu Fylkis.

Þar að auki var hárið á henni Katrínu litað blátt og fjólublátt fyrir framan áhorfendur og fæturnir á Axel Erni vaxaðir en hann er einnig þekktur sem Seli, liðsfélaga Katrínar.

Áhorfendur sem fylgdust með fengu einnig fjöldann allan af gjafabréfum og flíkum en hér að neðan má sjá stiklu af því þegar var verið að vaxa fæturna á Sela.

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is