Nýtt kvennalið fyrir komandi tímabil

Hópurinn Angels saman kominn.
Hópurinn Angels saman kominn. Ljósmynd/VP

Stórliðið í Counter-Strike, Virtus Pro, hefur stofnað kvennalið til þess að keppa á komandi tímabili.

Fleiri stórlið stofna keppnislið

Kvennalið í Counter-Strike eru á uppleið í senunni og hafa lið á borð við Ninjas in Pyjamas, EG, Furia og Astralis sett á fót keppnislið á síðastliðnum tveimur árum.

Næsta stórmót kvenna er 15. desember næstkomandi en verðlaunin eru með stærstu verðlaunum sem hafa verið veitt á kvennamóti.

Hálf milljón bandaríkjadollara í verðlaunafé.
Hálf milljón bandaríkjadollara í verðlaunafé. Grafík/ESL

Hálf milljón bandaríkjadala er í boði á mótinu.

Aldrei spilað á þessu stigi áður

Konurnar sem skrifuðu undir hjá Virtus Pro hafa aldrei keppt saman sem lið áður en hafa leikið lengi saman í leiknum.

Þær ganga undir nafninu Angels og heitir atvinnumannaliðið því VP. Angels.

Þær eru klárar að keppa í efsta styrkleikaflokki á komandi keppnisári og verkefnin sem fylgja því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert