Vísbending frá Alienware vekur athygli

Alienware.
Alienware. Grafík/Alienware

Í tæpan áratug hefur tölvuframleiðandinn Dell boðið upp á Alienware-leikjafartölvur með sautján tommu skjái að hámarki, og hefur gert það í tæpan áratug.

Hinsvegar virðist fyrirtækið nú vera með eitthvað stærra í kortunum.

„Merkin eru alls staðar í kringum þig, nokkuð stórt er á leiðinni,“ segir í nýlegri Twitter-færslu frá fyrirtækinu ásamt stiklu.

Sautján tommur í nokkur ár

Nokkrar af bestu leikjafartölvunum sem eru á markaði í dag eru undir Alienware-merkinu og sem fyrr segir er stærsti skjár þeirra sautján tommur. 

Þetta gæti hinsvegar verið að breytast samkvæmt nýrri stiklu frá fyrirtækinu.

Vísbending á miðju engi

Á opinbera Twitter-aðgangi Alienware er greint frá því með myndbandi að nokkuð stórt sé á leiðinni. Í myndbandinu er lögð áherslu á töluna átján, en hún kemur skýrt og greinilega fyrir á stóru engi, líkt og grasið hafi verið slegið til þess að mynda töluna.

Velta því margir fyrir sér hvort þetta sé vísbending um að leikjafartölva með átján tommu skjá sé á leiðinni á markað.

Lítið annað er vitað um málið en nánari upplýsingar fást síðar, þegar fyrirtækið gefur meira upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert