Fylkir stefnir hátt með 13 ára vonarstjörnu

Lið Fylkis. Á myndinni má sjá liðsmennina í DOTA og …
Lið Fylkis. Á myndinni má sjá liðsmennina í DOTA og yfirþjálfara Fylkis, Sigurð Bjarka. Ljósmynd/Rakel Guðmundsdóttir

Fylkir er eitt tólf liða sem berjast um að vinna Kraftvéladeildina í DOTA. Fylkir er tiltölulega nýtt lið en stofnun þess var einungis fyrir um þremur mánuðum síðan. 

Mbl.is fór og hitti liðið í miðjum myndatökum og fékk að spyrja þá spjörunum úr. Fylkir er með háleit markmið fyrir komandi ár en eru til dæmis með eina vonarstjörnu innanborðs.

Atli Snær Sigurðsson er 13 ára leikmaður liðsins. Liðið var byggt í kringum hann eftir að hann átti stórleik á Dota móti í Arena. 

Góður andi ríkir í liðinu og eru strákarnir miklir vinir, hægt er að kynnast þeim örlítið hér.

Friðrik Snær „Alvörukeyrsla“ Tómasson

Friðrik verður 27 ára eftir nokkra daga. Hlutverk hans er að eigin sögn að halda liðinu uppi og vinna leikina.

Friðrik hlustar mikið á tónlist fyrir leiki en á annars enga sérstaka rútínu aðra en að mæta vel upplagður, og svo eru liðsfélagarnir fljótir að rífa upp góða stemningu.

Grafík eftir Söru Hahn.
Grafík eftir Söru Hahn. Ljósmynd/Rakel Guðmundsdóttir

Markmið hans eru að verða betri í leiknum og stækka íslensku senuna.

Friðrik elskar pasta carbonara sem hann segir vera sitt uppáhalds og honum þykir skemmtilegast að spila frisbígolf á sumrin ásamt því að hanga með vinum sínum og spila borðspil.

Aleksander „Mojsla“ Mojsa.

Aleksander er eins og Friðrik 27 ára gamall. Hlutverk hans í liðinu er að búa til pláss fyrir liðið á vellinum og láta hlutina gerast. „Þetta gerist ekki af sjálfu sér“.

Aleksander á enga sérstaka rútínu fyrir leiki en hann hitar upp með því að taka nokkra leiki sjálfur og reyna hugsa hvað hann langar að gera gegn andstæðingunum. Undirbúa sig fyrir leikina andlega. 

„Við kunnum á andstæðingana því það eru ekki það mörg íslensk lið en við reynum alltaf að breyta og prófa nýja hluti til þess að hafa betur“.

Grafík eftir Söru Hahn.
Grafík eftir Söru Hahn. Ljósmynd/Rakel Guðmundsdóttir

Uppáhaldsmaturinn hans Aleksanders er ítalskur matur sem hann eldar stundum sjálfur en honum finnst skemmtilegast að stunda íþróttir samhliða því að spila Dota. „Vinna og njóta lífsins". 

Markmiðin eru að bæta okkur sem leikmenn og spila vel í keppnum.

Róbert „Consquence“ Örn.

Róbert Örn er 20 ára liðsmaður Fylkis og hefur háleit markmið. Hans hlutverk innan liðsins er að reyna sjá til þess að liðsfélagar hans deyi ekki í leiknum.

„Það er svolítið svoleiðis, ég er mamma þeirra“. Róbert er mikill stemningsmaður og hitar yfirleitt upp fyrir leiki á því að hlusta á tónlist og fá sér orkudrykk en uppáhalds tónlistarmaðurinn hans í augnablikinu er tónlistarmaðurinn „Metro Boomin“.

Markmiðin hans Róberts er að fara í atvinnumennsku, hann segist vilja nota hæfileika sína og aldur til þess að komast á hærra stig og gera þetta að atvinnu.

Grafík eftir Söru Hahn.
Grafík eftir Söru Hahn. Ljósmynd/Rakel Guðmundsdóttir

Róbert er mikill sælkeri og þykir humar lostæti. Með humrinum vill hann helst spila eða horfa á fótbolta, svona þegar hann er ekki að spila tölvuleiki.

Atli Snær „Ic3Fog“ Sigurðsson

Atli er 13 ára miðjumaður Fylkis. Hann er hæfileikinn sem Fylkir leitaði að og er liðið hannað í kringum þennan unga leikmann.

 Hann segir strákana hafa tekið vel í þetta og ekkert erfitt við að vera yngstur af þeim öllum, enda „ágætir strákar“.

Atli er í Hagaskóla og spilar DOTA samhliða því. Hann hefur það markmið að komast sem lengst í leiknum, að verða atvinnumaður.

Grafík eftir Söru Hahn.
Grafík eftir Söru Hahn. Ljósmynd/Rakel Guðmundsdóttir

Uppáhaldsmaturinn hans Atla er hamborgari og þykir honum fátt betra en að fara í ræktina og spila DOTA. „Skemmtilegasta sem ég geri þó er að fara til útlanda með fjölskyldunni“.

Sölvi Hrafn „trummy“ Kárason

Fyrirliði liðsins er Sölvi og er hans helsta hlutverk að sinna liðinu sínu, halda uppi góðum anda, fara yfir andstæðinga og plana leikskipulag.

Sölvi er búinn að vera fyrirliði liðsins síðan það var stofnað fyrir um þremur mánuðum síðan og hefur tekist vel til. Markmiðin hans eru að vinna  Kraftvéladeildina, en sá titill gefur einnig nafnbótina að vera bestur á Íslandi.

Grafík eftir Söru Hahn.
Grafík eftir Söru Hahn. Ljósmynd/Rakel Guðmundsdóttir

Sölvi Hrafn talaði um að uppáhaldsmaturinn hans væri Subway því hann var um tíma starfsmaður þar og bjó yfir leyndum uppskriftum en vildi ekki láta þær af hendi þegar hann var spurður. „Segjum bara kalkúnabátur“.

Hann á enga sérstaka rútínu fyrir leiki en segist fara vel yfir andstæðinga og upplýsa liðsfélagana um komandi átök.

Sölvi er mikill listamaður en ásamt því að spila DOTA af ástríðu þá finnst honum ljúft að taka upp pennann og teikna myndir.

Hvaða eldhús fær þitt atkvæði?

  • Sigtýr Ægir
  • Móna Lind
  • Kleópatra Thorstensen
  • Birta Amarie
  • Adinda Marita
mbl.is