Enskur landsliðsmaður tók leikjatölvuna sína með

Lið Englands í myndatöku áður en leikur þess hófst við …
Lið Englands í myndatöku áður en leikur þess hófst við Senegal í 16-liða úrslitum. AFP

Enski landsliðsmaðurinn og markvörðurinn Jordan Pickford mætti heldur betur til leiks í Katar.

Pickford var myndaður með stóran kassa meðferðis þegar hann mætti á hótelið og margir sem veltu því fyrir sér hvað gæti verið í kassanum mikla.

Pickford í leiknum gegn Senegal.
Pickford í leiknum gegn Senegal. AFP

Þreyttur á fartölvuskjánum

Í Youtube-myndskeiði frá liði Englands var sýnt frá því þegar landsliðsmennirnir mættu til Katar.

Sést þar kassinn sem Pickford hafði með sér en í kassanum er tölvuskjár, fartölva og allt sem þarf til þess að keyra uppáhaldsleikinn hans, Fortnite Battle Royale.

Hér sést kassinn stóri á hjólum.
Hér sést kassinn stóri á hjólum.

Ný uppfærsla á leiknum

Fortnite fékk í vikunni stóra uppfærslu og margir sem hafa beðið eftir uppfærslunni í langan tíma og mikill fögnuður þegar uppfærslan var tilkynnt.

Þessi uppfærsla var stór og inniheldur meðal annars nýja eyju sem hægt er að skoða og keppa á og nýjar leiðir til að ferðast um eyjuna.

Hægt er að keyra um á mótókrosshjólum og rúlla sér upp í snjóbolta svo eitthvað sé nefnt.

Í uppfærslunni var líka stór breyting á því hvernig leikurinn er spilaður, en leikmaður velur sér nú hæfileika sem hver hefur sína kosti en þar má nefna hæfileikinn til þess að hlaða vopnin sín hraðar, meiri stökkkraftur, endalaust eldsneyti á farartæki og fleira.

Allt eða ekkert

Jordan Pickford kom fram í viðtali á Youtube-rás enska landsliðsins þar sem hann var spurður út í settöppið sitt í Katar.

„Lausnin mín var að taka kraftmikla fartölvu og nógu stóran kassa til þess að geta tekið skjá með mér, ég er þreyttur á því að spila á fartölvuskjánum, hann er of lítill“.

„Ég vil bara fá hæstu mögulegu gæðin“.

Viðtalið má sjá í heild sinni á Youtube en samtalið um Fortnite hefst á mínútu 08.00.

Lið Englands mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum síðar í dag, eða klukkan 19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert