Spennan magnast fyrir næsta tímabil Almenna í Overwatch

Junker Queen í Overwatch 2.
Junker Queen í Overwatch 2. Grafík/Blizzard

Það styttist í fjórða tímabilið í Almenna í Overwatch og er nú búið að opna fyrir skráningu.

Tímabilið hefst 13. janúar en leikmenn geta bæði skráð sig til leiks sem einstaklinga eða sem heilt lið.

„Þessi keppni er ótrúlega skemmtileg, ótrúlega „noob friendly“ ásamt því að fyrir þá vera fyrir þá lengra komna til að komast í alvöru keppnisumhverfi,“ segir mótastjórn í tilkynningu Discord-rás íslenska Overwatch-samfélagsins.

Lið sett saman

Lið sem hafa áður tekið þátt í keppninni þurfa aðeins að senda einhverjum úr mótastjórn skilaboð með tilkynningu um áframhald liðsins eða ef einhverjar breytingar hafa verið gerðar á liðinu.

Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppninni er bæði hægt að skrá sig til leiks sem heilt lið með vinum sínum og er það einnig gert með skilaboðum til einhvers úr mótastjórn.

Þeir sem hafa hug á að skrá sig sem einstakling en hafa ekki spilað áður eru engu að síður velkomnir með í keppnina. Þá sendir viðkomandi skilaboð á einhvern úr mótastjórn og veitir hún aðstoð við að ýmist finna eða stofna lið með öðrum skráðum einstaklingum.

Til þess að hafa samband við mótastjórn, fá nánari upplýsingar eða taka þátt í umræðunni er hægt að fylgja þessum hlekk að Discord-rás íslenska Overwatch-samfélagsins.

Vert er að nefna að um helgina fer fram lanmót í Overwatch og er því tilvalin upphitun fyrir komandi tímabíl. Bæði fyrir lið til þess að spreyta sig á músinni en einnig fyrir áhugasama til þess að kynnast samfélaginu og taka þátt í fjörinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert