Unnu glæstan sigur á skrautlegu móti

Leikmenn Atgeira f.v. Steinn Kári Pétursson, Kristján Logi Guðmundsson, Magnús …
Leikmenn Atgeira f.v. Steinn Kári Pétursson, Kristján Logi Guðmundsson, Magnús Hinrik Bragason, Aron Páll Símonarson, Rúnar Óli Eiríksson. mbl.is/Óttar Geirsson

Atgeirar halda áfram að sanna sig á skjánum og þá síðast í gær á lanmóti í Kópavogi þegar þeir unnu í enn eitt skiptið.

Í gær mættust Overwatch-leikmenn í rafíþróttahöllinni Arena til að keppa á lanmóti og fóru Atgeirar með glæstan sigur af hólmi.

Kalt á toppnum

„Þetta var skrautlegt mót. Það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum getað spilað við og rústað NÚ, en við tökum þessum sigri mjög vel og það heldur áfram að vera kalt á toppnum,“ segir Kristján Logi „krizzi“, leikmaður Atgeira, í samtali við mbl.is og útskýrir að NÚ hafi ekki spilað á mótinu í gær.

Atgeirar hafa verið á toppnum í senunni um þó nokkurn tíma og virðast ætla að halda því áfram þegar Almenni fer aftur af stað ef marka má árangur gærkvöldsins.

Það má segja að lanmót gærkvöldsins hafi verið góð upphitun fyrir komandi tímabil í Almenna sem hefst í næsta mánuði. Nú þegar er fólk byrjað að hlakka til tímabilsins þar sem skráning er hafin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert