Ræða hvað vakti lukku og hvað endaði í krukku

Arnór Steinn Ívarsson og Gunnar Björnsson í Tölvuleikjaspjallinu.
Arnór Steinn Ívarsson og Gunnar Björnsson í Tölvuleikjaspjallinu. Ljósmynd/Tölvuleikjaspjallið

Fyrr í dag fór áramótaþáttur Tölvuleikjaspjallsins í loftið og fóru þáttastjórnendur um víðan völl er þeir rifjuðu upp árið frá sjónarhorni tölvuleikjaaðdáanda. 

Vinirnir Arnór Steinn Ívarsson og Gunnar Björnsson sjá um hlaðvarpsþáttaröðina Tölvuleikjaspjallið og settu sérstakan áramótaþátt í loftið fyrr í dag og þökkuðu áhorfendum sínum fyrir árið sem var að líða.

Erfitt að velja þann besta

Í þættinum fóru þeir í saumana á öllu sem gerðist á árinu og röðuðu leikjum á topplista, þó að erfitt hafi verið að skipa fyrsta sætið.

Þá fóru þeir einnig yfir leikina sem komu út á árinu og „hvað vakti lukku og hvað endaði í krukku“. 

Hér að neðan má horfa og hlusta á áramótaþátt Tölvuleikjaspjallsins í heild sinni.

mbl.is