Spennandi Playstation-tímar fram undan

Sýndarveruleikagleraugun PSVR 2 koma á markað í febrúar.
Sýndarveruleikagleraugun PSVR 2 koma á markað í febrúar. Ljósmynd/roadtovr

Playstation kynnti nýverið hvað koma skal á næsta ári, allavega hluta af því, en eftir gott tölvuleikjaár sem er að líða má búast við að það næsta verði ennþá betra.

Tilkynningin nær bæði yfir tölvuleiki og tölvubúnað sem kemur á næsta ári og bíða margir spenntir. 

Playstation hefur haldið spjöldunum nærri sér um hvað koma skal árið 2023 og hefur ennþá ekki gefið út alla þá leiki sem koma út á næsta ári en sýnt litlar klippur sem hafa gefið spilurum von um hvað koma skal.

Þar er leikur frá framleiðandanum Marvel, Spider-Man 2, sem margir bíða spenntir eftir að spila en fyrri leikurinn var gífurlega vinsæll. Búist er við að leikurinn komi út næsta haust. 

Playstation kemur með nýjan búnað á markað á næsta ári en þar má nefna nýju DualSense Edge-fjarstýringuna, sem kemur á markað til þess að svara Xbox sem gaf út sína eigin fjarstýringu sem hægt er að persónustilla eftir þörfum.

Playstation greindi einnig frá því að ný sýndarveruleikagleraugu kæmu í febrúar og eru strax komnir leikir sem hægt verður að spila við þá útgáfu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert