Spila Rocket League með klessubílum

Rocket League.
Rocket League. Grafík/Psyonix

Tölvuleikjaheimurinn heldur áfram að blandast raunheimum en í síðasta mánuði vakti myndband frá rafíþróttafélaginu FaZe Clan mikla athygli.

Þá birti FaZe Clan myndband á samfélagsmiðla sína sem sýndi frá því hvernig Rocket League tölvuleikurinn var útfærður og spilaður í raunheimum.

Eins og má sjá í myndbandinu hér að neðan aka keppendur um í klessubílum og eltast við ljós á gólfinu sem er í laginu eins og bolti.

View this post on Instagram

A post shared by FaZe Clan (@fazeclan)Værir þú til í að spila tölvuleik á íslensku?

  • Já klárlega
  • Nei helst ekki
  • Hef ekki sterka skoðun á því
mbl.is