Fjarstýring fyrir einstaklinga með sérþarfir

Fjarstýringin er breytanleg eftir þörfum.
Fjarstýringin er breytanleg eftir þörfum. Grafík/Sony

Á tækniráðstefnunni CES komu margar nýjungar fram en ein nýjung frá Sony fékk mikla athygli og ekki að ástæðulausu. Forstjóri Playstation, Jim Ryan, sýndi frá verkefni þeirra sem ber nafnið „Project Leonardo“, en markmiðið var að hanna fjarstýringu fyrir hreyfihamlaða.

Hentar flestum

Hægt verður að breyta samsetningunni á fjarstýringunni þannig að hún henti hverjum og einum spilara. Hún er hringlaga og hægt er að færa stýripinnana og takkana eftir þörfum.

Fjarstýringin hefur fengið góðar viðtökur síðan hún var frumsýnd og þar á meðal hefur markaðsstjóri Xbox leikjatölvuframleiðandans hrósað Playstation fyrir hönnunina. „Það er frábært að sjá fleiri valmöguleika, svo fleiri spilarar geti spilað tölvuleiki.“

Ekki er komið í ljós hvenær fjarstýringin verður sett á markað né hvað hún mun kosta. 

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is