Nýr meðlimur náttfataliðsins

Headtr1ck lék með unglingaliðum Natus Vincere.
Headtr1ck lék með unglingaliðum Natus Vincere. Ljósmynd/HLTV

Eitt frægasta Counter-Strike lið heims, Ninjas in Pyjamas, greindi frá því í gær að hafa skrifað undir samning við 18 ára spilarann Danyyl „headtr1ck“. 

Headtr1ck er talinn vera mikið efni en hann spilaði með unglingaliðum Natus Vincere áður en Ninjas in Pyjamas keypti hann þaðan.

Mikil eftirvænting var fyrir nýjum liðsmanni Ninjas in Pyjamas en stjórn liðsins tók þá ákvörðun í lok seinasta árs að breyta til, fá inn ferska leikmenn og reyna ná betri árangri 2023. 

 Forstjóri Ninjas in Pyjamas, Jonas Gundersen, tjáði fjölmiðlum að hann væri virkilega spenntur fyrir þessum félagsskiptum og að Danyyl væri „frábær viðbót við liðið, hæfileikaríkur strákur sem mun láta ljós sitt skína árið 2023.“

Fyrsta mót headtr1ck með nýja liði sínu verður eflaust komandi BLAST mót sem hefst 19. janúar. 

Headtr1ck er nýjasta viðbót liðsins Ninjas in Pyjamas.
Headtr1ck er nýjasta viðbót liðsins Ninjas in Pyjamas. Ljósmynd/NIP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert