Ómögulegt að eiga við hamarinn

Nýja vopnið tekið úr leiknum.
Nýja vopnið tekið úr leiknum. Skjáskot/Fortnite

Nýtt vopn var kynnt til leiks í stórri uppfærslu Fortnite í byrjun desember. Þetta vopn ber heitið „The Shockwave Hammer“ og hafði þann eiginleika að geta skotið leikmönnum um kortið á miklum hraða, auk þess að geta skaðað andstæðinga.

Margir spilarar Fortnite hafa kvartað undan hamrinum en hann er talinn of öflugur. Gallar í hönnun hans gerði það að verkum að spilarar gátu safnað hömrum og ferðast á ógnarhraða um kortið og fellt aðra leikmenn án þess að þeir gætu brugðist við.

Einnig var hægt var að slá til annarra leikmanna í loftinu án þess að missa hraða og því erfitt fyrir andstæðingana að bregðast við og því lítið hægt að gera en að játa sig sigraðan. 

Leikjahönnuðir Fortnite hafa því tímabundið fjarlægt hamarinn úr leiknum á meðan unnið er að endurbótum en spilarar velta því fyrir sér hvort hann muni nokkuð koma aftur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert