Almenni Overwatch hefst í dag

Fjórða tímabilið í Almenna í Overwatch hefst síðar í kvöld, mörgum til mikillar ánægju. Ríkir bæði spenna og tilhlökkun yfir tímabilinu þar þetta er fyrsta Almenna-tímabilið þar sem keppt er í Overwatch 2 í stað 1.

Alls hafa nítján lið skráð sig til leiks og munu þau etja kappi við hvort annað í þremur mismunandi deildum.

Fyrstu leikirnir verða spilaðir í kvöld en á morgun verða fyrstu leikirnir í beinni útsendingu spilaðir. 

Þá mætast Djáknar og Kjötunn annað kvöld klukkan 18:00 í Opnu deildinni, en Selir og NÚ í Úrvalsdeildinni taka við músinni klukkan 20:00.

Hægt er að fylgjast með öllum útsendingum Almenna í Overwatch á Twitch.

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is