Sjáðu Jón Brynjar berjast fyrir sæti sínu

Klippa vikunnar er liður þar sem valin er klippa frá íslenskum spilara sem sýnir mikla snilli.

Klippan í þessari vikur er frá Jóni Brynjari sem keppir í íslensku F1 Esports deildinni.

Æsispennandi akstur

Jón Brynjar keyrir fyrir Mclaren liðið í deildinni og í klippunni sést hann berjast fyrir sæti sínu gegn spilaranum „Fusupreme“ í kínverska kappakstrinum.

Fusupreme sat um áramótin í fyrsta sæti deildarinnar því um mikinn reynslubolta að tala sem sýnir hversu klókinn Jón Brynjar er.

Þeir koma báðir hratt inn í beygju og er Jón Brynjar með aksturslínuna og Fusupreme reynir að taka fram úr á innri línu, en þarf að bremsa seint sem gefur Jóni tækifæri á að skipta um línu og taka innri línuna af Fusupreme.

Þetta verður til þess að Jón missir sætið sitt örstutt en nær því svo aftur. 

F1 Esports deildin keppir undir Rafíþróttasamtökum Íslands og eru 20 manns skráðir í deildina. 

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is