Erfitt uppdráttar hjá tölvuleikjaframleiðanda

Yves Guillemot, forstjóri Ubisoft.
Yves Guillemot, forstjóri Ubisoft. Ljósmynd/Ubisoft

Tölvuleikjaframleiðandinn Ubisoft hefur gefið út að framleiðsla þeirra á leiknum „Skull and Bones“ myndi tefjast um óákveðinn tíma.

Þessar fréttir koma í ljósi þess að Ubisoft hefur gengið illa að halda starfseminni gangandi og hefur fyrirtækið þurft að falla frá þremur stórum hugmyndum að leikjum til þess að halda útgefnum leikjum sínum á lífi. 

Tölvuleikjamarkaðurinn hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár og einblína tölvuleikjaframleiðendur sér að því að búa til stóra leiki með löngum og spennandi söguþráðum sem tekur oft mörg ár að hanna.

Stór verkefni í vaskinn

Ubisoft hefur reynt að gera slíkt hið sama en síðustu stóru verkefni þeirra, leikirnir Assasin's Creed, Far Cry, Rainbow Six og Ghost Recon, hafa ekki staðið undir væntingum. 

Skjáskot/Assasin'sCreed

Forstjóri Ubisoft Yves Guillemot sagði í viðtali að Ubisoft sé að glíma við vandamál í markaðssetningu tölvuleikja og að fyrirtækið næði ekki að hanna leiki sem þjóna þessum markaði tölvuleikja. „Þrátt fyrir góðar móttökur hafa leikir ekki náð flugi.“ 

Desember var erfiður mánuður en vandamálið virðist vera stærra en það. Ubisoft tilkynnti árið 2021 að í framleiðslu væri fyrstu persónu skotleikur sem átti að keppa við leiki eins og Fortnite og Warzone en núna tveimur árum síðar er ekki neitt að frétta af þessum leik.

Ubisoft þarf því að leita leiða til þess að ná árangri aftur en það verkefni mun taka tíma þar sem næstu mánuði tekur við niðurskurður á framleiðsludeildum og endurhönnun vinnulags innan fyrirtækisins.

„Það er undir okkur komið að snúa þessu við.“

Markaðsvirði Ubisoft hefur hríðfallið síðustu ár.
Markaðsvirði Ubisoft hefur hríðfallið síðustu ár. Skjáskot/Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert