Ný tækni breytir augum fólks í myndavélinni

Nvidia hannar nú gervigreindarforrit.
Nvidia hannar nú gervigreindarforrit. Grafík/Nvidia

Tölvuíhlutaframleiðandinn Nvidia, sem hefur vakið athygli fyrir að hanna skjákort, hefur reynt fyrir sér undanfarið í hönnun á gervigreind.

Það nýjasta frá Nvidia er forrit sem lætur augun fylgja myndavélinni þrátt fyrir manneskjan sem um ræðir horfi í allt aðra átt.

Forritið ber nafnið Nvidia Broadcast app og er hægt að sjá myndskeið þegar forritið er notað, sem sýnir hversu vel þetta virkar.

Þetta forrit lætur líta út fyrir að einstaklingurinn sé að fylgjast með myndavélinni þegar hann er í raun að gera eitthvað allt annað. En forritið gæti líka gagnast þeim sem eru að lesa texta en vilja ekki líta út fyrir að vera með augun á textanum sjálfum. 

Virkar þó ekki alltaf

Þessi tækni er þó ekki óskeikul. Ef einstaklingurinn horfir of mikið af skjánum, eða snýr höfðinu mikið til hliðar, þá sést greinilega að átt hafi verið við augun.

Því minna sem einstaklingurinn hreyfir sig, því betur virkar tæknin. Þá skipta einnig máli atriði eins og birtan, gæði myndavélarinnar og staðsetning hennar.

Þetta forrit er aðgengilegt öllum með Nvidia RTX-skjákort. 

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is