Ormar í misheppnaðri tilraun Google

Frá kynningu Google Stadia árið 2019.
Frá kynningu Google Stadia árið 2019. Skjáskot/Youtube

Í nóvember 2019 kynnti Google nýja leikjastreymisveitu sem ber nafnið Google Stadia til leiks. Leikjastreymisveitan átti að vera „Netflix leikjanna“.

Tilgangurinn Stadia var að leyfa spilurum að spila tölvuleiki án leikjatölvu. Spilurum gátu spilað tölvuleiki í gegnum vafra í Android-símum og snjalltækjum sem styðja netvafrann Google Chrome.

Þaðan gátu spilarar tengt síma, tölvur, spjaldtölvur við sjónvarpið sitt og spilað með Stadia fjarstýringum.

Síðasti dagurinn

Google tilkynnti fjölmiðlum að slökkt yrði á Google Stadia um allan heim klukkan 08.00 að morgni til, 19. janúar.

Google hefur þó lofað öllum sem keyptu Stadia endurgreiðslu. Þrátt fyrir að þjónustan verði óaðgengileg geta eigendur fjarstýringanna þó notað þær á borðtölvum sínum til leikjaspilunar, eigi þeir þær til. 

Fjarstýringin umtalaða.
Fjarstýringin umtalaða.

Ormaleikur í kveðjugjöf

Ormaleikurinn „Worm Game“ er síðasti leikurinn sem verður gefinn út fyrir Google Stadia. Hönnuðir leiksins telja ólíklegt að leikurinn verði valinn leikur ársins en allt starfsfólkið hafi þó lagt allt sitt í gerð leiksins. 

Spilari tekur yfir stjórn orms með það meginmarkmið að éta ávexti. Ormurinn stækkar með auknum fjölda ávaxta sem hann borðar og virkar því líkt goðsagnakennda leiknum Tetris.Hvaða eldhús fær þitt atkvæði?

  • Sigtýr Ægir
  • Móna Lind
  • Kleópatra Thorstensen
  • Birta Amarie
  • Adinda Marita
mbl.is