Fótboltinn toppar norrænu goðafræðina

Vinsælustu leikirnir í janúar.
Vinsælustu leikirnir í janúar. Samsett mynd

Fyrstu tvær vikur janúar eru mikilvægar fyrir tölvuleikjaframleiðendur. En eftir hátíðirnar og jólagjafirnar er hægt að sjá hvaða leikir seljast raunverulega og tölurnar síðan í desember dala. 

FIFA 23 trónir á toppi seldra leikja í Evrópu í janúar og tekur þar fyrsta sætið af leiknum God of War Ragnarok. Þrátt fyrir að sala FIFA hafi dregist saman um 20% flýgur leikurinn upp í fyrsta sætið þar sem salan á God of War dróst saman um 38%.

Nintendo Switch leikir alltaf vinsælir

Í þriðja sæti situr svo Call of Duty: Modern Warfare 2 og þar á eftir koma tveir Nintendo Switch leikir, Mario Kart 8 í því fjórða og Nintendo Switch Sports í því fimmta.

Topp 10 listi seldra leikja í janúar er eftirfarandi:

  1. FIFA 23
  2. God of War Ragnarok
  3. Call of Duty: Modern Warfare 2
  4. Mario Kart 8: Deluxe
  5. Nintendo Switch Sports
  6. Pokémon Violet
  7. Minecraft
  8. Animal Crossing: New Horizons
  9. Pokémon Scarlet
  10. Grand Theft Auto 5 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert