Spilaðu golf úr stofunni

Spilari reynir að sigra á öllum stórmótunum.
Spilari reynir að sigra á öllum stórmótunum. Skjáskot/EASports

Eftir sjö ára bið er loksins komið að því að leikjaserían EA PGA Tour fái nýja viðbót. Leikurinn kemur út þann 24. mars á PS5, Xbox Series X|S og PC.

Helsti keppinautur EA PGA Tour er PGA Tour 2K23, en það sem EA hefur fram yfir keppinaut sinn er að í leik sínum getur spilari keppt á fjórum mismunandi stórmótum og framleiðandinn leggur ríka áherslu á gæði mótanna.

Fjölmargar brautir

Við útgáfu leiksins getur spilari valið um 30 brautir að spila á, og eru þetta allt brautir sem valdar hafa verið til að spila stórmótaraðir á, á árunum 2021 til 2023.

EA Sports hefur notað dróna og þyrlur búnar LiDAR-geislum sem eru sérhannaðir til þess að búa til brautir og kort. Þetta samspil gerir brautirnar raunverulegar og hárnákvæmar. 

Í leiknum verður hægt að byrja feril sinn sem ungur kylfingur sem fær tækifæri að reyna fyrir sér í golfheiminum. Spilarinn reynir að ná góðum árangri og fær reynslustig sem hann getur notað í bætingar á kylfingnum sínum.

Spilari getur þó líka valið úr atvinnumönnum í golfi eins og Scottie Scheffler, Patrick Cantlay, Nelly Korda og Tony Finau svo einhverjir séu nefndir. 

Fleiri upplýsingar um leikinn eru væntanlegar þegar nær dregur útgáfudegi en áhugamenn um íþróttina geta látið sig hlakka til að sjá nýja leikinn.

Dæmi um brautir í leiknum.

  • Augusta National
  • Pebble Beach
  • Southern Hill
  • Evian Resort
  • Bandon Dunes
  • Whistling Straits
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert