Auðvelt að taka yfir tölvuna þína

Spilarar þurfa hafa varann á.
Spilarar þurfa hafa varann á. Skjáskot/Rockstar

Það eru og verða alltaf til óprúttnir aðilar tilbúnir að skemma fyrir öðrum í tölvuleikjum. Þetta á þó sérstaklega við leikinn Grand Theft Auto 5 sem býður upp á þann möguleika að spila með öðrum spilurum í netspilun.

Auðvelt er fyrir spilara sem hafa áhuga á því að svindla og eyðileggja fyrir öðrum, allt frá því að fella þá yfir í skrítnari hluti eins og að setja gíraffa á kortið eða breyta útliti annarra spilara. 

Komast yfir gögnin þín

Nýlega hefur komið í ljós að óprúttnir aðilar hafa fundið leið til þess að komast yfir öll gögnin þín með einum kóða, með þessum kóða geta þeir eytt út aðgöngum og mögulega skemma fyrir spilurum sem hafa eytt mörg hundruð klukkutímum í að þróa aðganginn sinn. 

Spilari að nafni TezFunz2 varaði við þessu á Twitter-síðu sinni þar sem hann biður aðra spilara að fara varlega, setja upp netvarnirnar sínar og helst að bíða með það að spila á netinu ef hægt er.

Hann segir þessa óprúttnu aðila vera gera allt sem þeir gætu til þess að taka þetta lengra, til þess að valda sem mestum skaða og hugsanlega komast yfir önnur gögn í tölvunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert