Salan fer á flug eftir vinsæla þáttaröð

Leikirnir hafa gengið í endurnýjun lífdaga.
Leikirnir hafa gengið í endurnýjun lífdaga. Samsett mynd

Þrátt fyrir að leikurinn sjálfur sé næstum tíu ára gamall hefur salan tekið á loft eftir nýja þáttaröð The Last of Us.

The Last of Us hefur hafið göngu sína á streymisveitunni HBO og hafa aðdáendur leiksins og áskrifendur HBO tekið vel í þáttaröðina.

Þættirnir hafa fengið góðar viðtökur og margir telja þá skylduáhorf.

Tveir leikir seljast vel

Eftir útgáfu þáttanna hafa leikirnir tveir sem bera nafnið The Last of us Part I og The Last of Us Remastered hoppað nokkur hundruð prósent upp í sölutölum vikunnar.

The Last of Us Part I er nú á topp 20 lista mest seldra leikja í Bretlandi eftir að hafa farið upp um 238% í seldum eintökum.

Það sem er ótrúlegt við þessa staðreynd er að leikurinn er næstum orðinn tíu ára gamall og því gaman að sjá að hann hefur gengið í endurnýjun lífdaga. 

  • The Last of Us Part I - upp um 238%
  • The Last of Us Remastered - upp um 322%
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert