Fimm flottustu eldhúsin komust áfram

Skjáskot úr Sims 4.
Skjáskot úr Sims 4. Grafík/Electronic Arts

Dómnefnd hönnunarkeppninnar í Sims 4 á rafíþróttavef mbl.is hefur nú skorið úr um fimm flottustu eldhúsin og færist með því boltinn yfir á lesendur þar sem atkvæðagreiðsla er nú hafin.

Dómarar áttu erfitt val fyrir höndum í gær þar sem fjöldi glæstra innsendinga bárust þeim en í nefndinni sátu Marta María, Brynjólfur Löve, Ástbjört Viðja og Sævar Breki. Lesendur geta nú kosið um sigurvegara með því að gefa atkvæði sitt hér á vefnum.

Tölva í verðlaun

Þegar uppi var staðið leist dómurum best á eldhúsin sem Sigtýr Ægir, Móna Lind, Kleópatra Thorstensen, Birta Amarie og Adinda Marita sendu inn og komust þau áfram í þetta skiptið.

Hér fyrir neðan má skoða myndir af eldhúsum þeirra en lesendur hafa út mánuðinn til þess að gefa sitt atkvæði, þá fram að miðnætti 31. janúar klukkan 23:59.

Sigurvegari keppninnar, sá sem fær flest atkvæðin, hlýtur glænýja tölvu frá Tölvutek að verðlaunum.

Adinda Marita 

Adinda hannaði nútímalegt lúxus-eldhús sem nýtir vel náttúrulega birtu.

Eldhúsið hennar Adindu Maritu.
Eldhúsið hennar Adindu Maritu. Skjáskot/The Sims 4
Eldhúsið hennar Adindu Maritu.
Eldhúsið hennar Adindu Maritu. Skjáskot/The Sims 4
Eldhúsið hennar Adindu Maritu.
Eldhúsið hennar Adindu Maritu. Skjáskot/The Sims 4

Birta Mubaraka

Birta Mubaraka hannaði eldhúsið Desert Compound. Þá setti hún einnig fram ost og jarðaber á borðið fyrir dómara ásamt úrvali af víni.

Eldhúsið hennar Birtu Mubaröku.
Eldhúsið hennar Birtu Mubaröku. Skjáskot/The Sims 4
Eldhúsið hennar Birtu Mubaröku.
Eldhúsið hennar Birtu Mubaröku. Skjáskot/The Sims 4
Hér má sjá ost og jarðarber sem Birta skildi eftir …
Hér má sjá ost og jarðarber sem Birta skildi eftir handa dómurum ásamt úrvali af víni í kælinum fyrir aftan. Skjáskot/The Sims 4

Kleópatra Thorstensen

Kleópatra hannaði heimilislegt eldhús í iðnaðarstíl en hér má sjá myndir af því.

Eldhúsið hennar Kleópötru Thorstensen í Sims 4-hönnunarkeppninni.
Eldhúsið hennar Kleópötru Thorstensen í Sims 4-hönnunarkeppninni. Skjáskot/The Sims 4
Eldhúsið hennar Kleópötru Thorstensen í Sims 4-hönnunarkeppninni.
Eldhúsið hennar Kleópötru Thorstensen í Sims 4-hönnunarkeppninni. Skjáskot/The Sims 4
Eldhúsið hennar Kleópötru Thorstensen í Sims 4-hönnunarkeppninni.
Eldhúsið hennar Kleópötru Thorstensen í Sims 4-hönnunarkeppninni. Skjáskot/The Sims 4

Móna Lind

Móna Lind hannaði bjart og hlýlegt eldhús.

„Glæsilegt eldhús með stórum gluggum sem hleypa nóg af dagsbirtu inn. Eldhúsinnrétting er úr ljósri eik og skápahurðar líka. Skápar með glerjum sem brjóta skemmtielga upp á yfirlit innréttingar. Hvít kvarts borðplata sem auðveld er í viðhaldi, þolir hita og mikið álag. Einstaklega vönduð og góð blöndunartæki, keramík helluborð og retro ísskápur,“ segir í lýsingu eldhússins frá Mónu.

„Gólfið í rýminu er flotað. Veggir eru að hluta til flísalagðir með fallegum ljósum flísum. Aðrir veggir málaðir með ljós gráum lit. Fyrir ofan helluborð er skemmtileg flísalögn sem grípur augað og heldur þemað áfram hinu meginn í borðstofu rýminu. Í heildina er þetta fallegt, bjart, stílhreint eldhús sem stendur fyrir sínu.“

Eldhúsið hennar Mónu Lindar í Sims 4-hönnunarkeppninni.
Eldhúsið hennar Mónu Lindar í Sims 4-hönnunarkeppninni. Skjáskot/The Sims 4
Eldhúsið hennar Mónu Lindar í Sims 4-hönnunarkeppninni.
Eldhúsið hennar Mónu Lindar í Sims 4-hönnunarkeppninni. Skjáskot/The Sims 4
Eldhúsið hennar Mónu Lindar í Sims 4-hönnunarkeppninni.
Eldhúsið hennar Mónu Lindar í Sims 4-hönnunarkeppninni. Skjáskot/The Sims 4

Sigtýr Ægir

Sigtýr Ægir endurhannaði eldhúsið í fyrsta einbýlishúsi „Simstagramsins“ fyrir fyrstu hönnunarkeppni mbl.is, en hann hefur haldið úti simstagramminu frá því í fyrra sumar. Upprunalegu og endurbættu útgáfur hússins má einnig finna á Origin undir nafninu SIMSTYR.

„Hús inni í húsi inni í húsi, það er miðpunktur þessa eldhúss. Eldhúsið er staðsett í tveggja hæða einbýlishúsi sem situr allt innan í glæsilegum gróðurhúsa hjúp. Í hjúpnum vaxa tré, runnar og grænmeti sem nýtast fyrir eldamennsku íbúanna, en innan í eldhúsinu er einnig gróðurrými sem aðskilur eldavélina, vaskinn og annað tæknilegt frá eldhúsborðinu,“ segir í lýsingu eldhússins frá Sigtý.

„Eldhúsborðið er þá í einskonar hvíldarrými þaðan sem hægt er að líta út um stóra glugga á eplatrén sem vaxa á milli glugga eldhússins og glugga stóra gróðurhússins sem það er staðsett í.“

Eldhúsið hans Sigtýrs Ægis í Sims 4-hönnunarkeppninni.
Eldhúsið hans Sigtýrs Ægis í Sims 4-hönnunarkeppninni. Skjáskot/The Sims 4
Eldhúsið hans Sigtýrs Ægis í Sims 4-hönnunarkeppninni.
Eldhúsið hans Sigtýrs Ægis í Sims 4-hönnunarkeppninni. Skjáskot/The Sims 4
Eldhúsið hans Sigtýrs Ægis í Sims 4-hönnunarkeppninni.
Eldhúsið hans Sigtýrs Ægis í Sims 4-hönnunarkeppninni. Skjáskot/The Sims 4

Hvaða eldhús fær þitt atkvæði?

  • Sigtýr Ægir
  • Móna Lind
  • Kleópatra Thorstensen
  • Birta Amarie
  • Adinda Marita
mbl.is