Raunverulegasti leikurinn í sínum flokki

Forza leikirnir státa sig af því að vera raunverulegustu bílaleikir …
Forza leikirnir státa sig af því að vera raunverulegustu bílaleikir á markaðinum. Skjáskot/Forza

Bílaleikurinn Forza Motorsport 8 er á leiðinni og fjöldi bílaleikjaunnenda spenntur að fá að keppa í leiknum. Forza-leikjaserían skiptist í tvo hluta, annarsvegar Forza Horizon-leikjaseríuna og svo Forza Motorsport.

Sú fyrri snýst um að keyra um stórt kort og vinna þrautir og sinna verkefnum auk þess að safna bílum og gera þá upp en sú seinni snýst um bílakeppnir.

Framleiðandinn Turn 10 Studios sér um hönnun Forza Motorsport og kemur leikurinn út á leikjatölvur Xbox. Leikurinn státar sig af því að vera einn sá raunverulegasti og er það mikið aðdráttarafl enda eru margir sem vilja keyra sína draumabíla í mestu gæðum.

Værir þú til í að spila tölvuleik á íslensku?

  • Já klárlega
  • Nei helst ekki
  • Hef ekki sterka skoðun á því
mbl.is