Sjáðu óvininn með eigin augum

Meta Quest gleraugun vinsælu.
Meta Quest gleraugun vinsælu. Skjáskot/Meta

Tölvuleikurinn sem reynir á skilningarvitin kom út árið 2018 en núna 5 árum síðar náði leikurinn merkilegum atburði.

Among Us er leikur sem snýst um það að finna úlfinn í sauðsgærunni en hópur spilara fær hlutverk og verkefni til þess að klára, hinsvegar fá einn til tveir aðilar það verkefni að skemma fyrir og fella aðra spilara.

Leikurinn varð geysivinsæll í kórónuveirufaraldrinum en þetta var skemmtileg leið fyrir fólk að hittast og spila og spjalla.

Í stað þess að hefja framleiðslu á Among Us 2 var ákveðið að setja áherslu á að gera leikinn betri og bæta inn fleiri kortum. 

Yfir milljón seld eintök

Síðla ársins 2022 gáfu framleiðendur Among Us út nýja útfærslu á leiknum. Nýja útfærslan gerir spilurum kleift að nota sýndarveruleikagleraugu við spilun og því upplifað nýja vídd af spiluninni.

Samkvæmt Among Us hafa meira en milljón eintök verið seld af þessari útgáfu leiksins á einungis 10 vikum. 

Sýndarveruleikagleraugu hafa sótt í sig veðrið undanfarið en nokkur fyrirtæki hafa gefið út sýnar útgáfu gleraugna meðal annars, Meta Quest, Oculus og bráðum koma sýndarveruleikagleraugu frá Sony á markað.

Hryllingsleikir eru einkum vinsælir á svona gleraugum en spilarar geta búist við fleiri leikjum fyrir þennan markað og uppfærslur á núverandi leikjum sem mun auka möguleikana á notkun gleraugnanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert