Skóvaldur ekki eins málglaður og áður

Skóvaldur í dýflisunni Halls of Valor í World of Warcraft.
Skóvaldur í dýflisunni Halls of Valor í World of Warcraft. Grafík/Activision Blizzard

Nokkrar breytingar hafa orðið á tölvuleiknum World of Warcraft: Dragonflight eftir að nýjasta uppfærslan fór í loftið. Leikmenn virðast þó vera allra ánægðastir með að Skóvaldur tali nú skemur í senn.

Á heimasíðu Blizzard er hægt að lesa yfir öll uppfærsluatriðin að þessu sinni en þar kemur fram að Skóvaldur, einn endakarlanna í dýflisunni Halls of Valor, sé nú fámæltari er hann gerir tilkall sitt til Ægis frá Aggramar.

World of Warcraft-leikmenn höfðu áður tjáð óánægju sína yfir því hve lengi hann lét trýtilinn vaða í þessarri senu. Þá biðu leikmenn ólmir eftir því að hann kláraði ræðu sína, sem sneri að mestu um það hve merkilegur hann væri, svo hægt væri að hefja bardagann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert