Tilvalin hreyfing fyrir ferðalanga

Hægt er að ferðast með tölvuna hvert sem er.
Hægt er að ferðast með tölvuna hvert sem er. Skjáskot/GameChallenges

Tölvuleikjafyrirtækið Nintendo býr yfir stóru safni tölvuleikja en tölvuleikurinn Fitness Boxing 2: Rhythm and Exercise er að fá stóran aukapakka sem spilarar geta keypt aðgang að. 

Markmið leiksins er að spilarar fái góða hreyfingu meðan þau spila leikinn. Fitness Boxing 2 kom út árið 2020 og geta spilarar valið sér æfingar og hreyfingar sem fylgt er eftir á skjánum.

Leikurinn hefur þó oft fallið í skugga íþróttaleiksins Wii Fit sem gjarnan er talað um sem vinsælasta hreyfingaleik heims. 

Nýr aukapakki inniheldur fleiri borð, fleiri lög að velja úr og fleiri æfingar í boði. 

Leikurinn er fáanlegur á Nintendo Switch leikjatölvurnar og því góður valkostur fyrir þá sem ferðast mikið og finnst gaman að spila tölvuleiki. Hægt er að tengja tölvuna við flest sjónvörp og skjái en einnig er hægt að nota innbygða skjá tölvunnar. Hægt er að taka tölvuna með sér hvert sem er og með leiknum því æft hvar sem er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert