Leikur leigumorðingjans

Leikurinn fær stóra uppfærslu.
Leikurinn fær stóra uppfærslu. Skjáskot/Hitman

Tölvuleikjaframleiðandinn IO Interactive kynnti á dögunum plön sín fyrir tölvuleikinn Hitman 3. Leikurinn snýst um að spilari leikur sem leigumorðingi og vinnur verkefni fyrir fyrirtæki sem sendir spilarann um allan heim.

Verkefni um allan heim

Verkefnin eru jafn mismunandi og þau eru mörg en spilarinn þarf að vera klókur þegar hann skipuleggur verkefnin, ætli hann sér að klára þau. Fyrsti Hitman leikurinn kom út árið 2000 og ber nafnið Hitman: Codename 47.

Nýjasti leikur þeirra er Hitman 3 sem kom út árið 2021.

Framleiðandinn gaf til kynna að framleiðslu leikjanna yrði hætt árið 2023 þar sem fyrirtækið fékk það verkefni að hanna nýjan tölvuleik byggðan á James Bond bíómyndunum. 

Stærri uppfærsla en búist var við

Hitman 3 mun að uppfærslunni lokinni heita Hitman: World of Assassination þar sem Hitman leikir 1,2 og 3 verða sameinaðir í einn leik. Spilari mun því geta spilað verkefni úr öllum leikjunum og hlaupið um kortið og valið sér verkefnin.

Því munu spilarar sem eiga Hitman 3 fá aðgang að öllu efni í fyrri leikjum sem og fyrri leikir verða teknir úr sölu.

Leikjagagnrýnendur eru mjög spenntir að fá leikinn í hendur og er búist við því að leikurinn muni slá í gegn.

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is