Segja spilara ógna öryggi landsmanna

Leikurinn umtalaði.
Leikurinn umtalaði. Skjáskot/WarThunder

Tölvuleikurinn War Thunder hefur verið mikið í umræðunni undanfarna mánuði. Leikurinn snýst um að leika út stríð og þarf að skipuleggja vel allar orrystur og árásir á andstæðingin ætli liði að takast að sigra stríðið.

Undanfarna mánuði hafa spilarar leiksins deilt viðkvæmum upplýsingum og teikningum af orrystuþotum og skriðdrekum breska, franska, bandaríska og kínverska hersins. Það leið því ekki á löngu þar til leikurinn náði athygli á heimsvísu vegna þessa máls. 

Sögur fóru á flug

Eftir dreifingu þessarra gagna var notandi sem skrifaði á Reddit-síðu War Thunder að yfirmenn bandaríska hersins væru með málið uppi á borði hjá sér og að nýráðnir aðilar innan ákveðinna deilda spurðir hvort þeir hafi spilað leikinn áður.

Þessi saga fór hratt í dreifingu og margir miðlar sem höfðu eftir þessum notanda að herinn væri að styðjast við leikinn. 

Segir söguna ósanna

Talsmaður Ratheon, sem er deild innan bandaríska hersins, sagði þessa sögu ósanna. „Þótt sagan sé góð þá er þetta ekki rétt, við skoðum ekki tölvuleikjasögu umsækjenda og þeir sem spila leikinn eru engin ógn við Bandaríkin“. 

Höfundur sögunnar tjáði á Reddit-síðu War Thunder að hann hefði skáldað söguna og baðst afsökunar á skrifum sínum. Öllu gríni fylgir alvara.

Skjáskot/Reddit

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is