Tæpar 60 milljónir í verðlaunapottinum

Heimsmeistaramótið í Arena-bikarnum í World of Warcraft Dragonflight.
Heimsmeistaramótið í Arena-bikarnum í World of Warcraft Dragonflight. Grafík/Activision Blizzard

Heimsmeistaramótið í Arena-bikarnum, AWC, í World of Warcraft Dragonflight er í fullu fjöri en vert er að nefna að verðlaunapotturinn býr að tæplega 60 milljónum íslenskum krónum.

Verðlaunafénu er dreift yfir allt tímabilið en í heildina situr potturinn í 400.000 bandarískum dölum, sem gera 57.236.000 krónur og er ansi há upphæð. Tímabilið stendur fram í apríl en þá verða úrslitin spiluð.

Nóg til af verðlaunafé

Fram að úrslitum verður keppt í fjórum bikarmótum þar sem gefið verður 10.000 dali á hverju móti, en það er tæplega eina og hálf milljón íslenskra króna. 

Undanúrslitin verða spiluð 31. mars en eins og kemur fram hér að ofan verða úrslitin spiluð í beinu framhaldi, dagana 1. og 2. apríl.

Nánari upplýsingar um heimsmeistaramótið í Arena-bikarnum má lesa með því að fylgja þessum hlekk.

Heimsmeistaramót Arena-bikarsins í World of Warcraft Dragonflight, AWC.
Heimsmeistaramót Arena-bikarsins í World of Warcraft Dragonflight, AWC. Grafík/Activision Blizzard

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is