Annar leikmaðurinn í veikindaleyfi á stuttum tíma

Sænski Counter-Strike spilarinn Hampus.
Sænski Counter-Strike spilarinn Hampus. Ljósmynd/PGL

Einungis nokkrum dögum eftir að keppnistímabilið hófst í Counter-Strike tilkynnti liðið Ninjas in Pyjamas að leikmaður þeirra myndi taka sér veikindaleyfi um óákveðinn tíma. 

„Hampus „Hampus“ Poser hefur í samráði við liðsstjóra og heilbrigðisstarfsmenn ákveðið að taka sér veikindaleyfi og frí frá keppni. Hampus mun vera frá keppni og leystur af störfum tímabundið og hefur hann allan þann stuðning frá okkur sem hann þarf.“ Segir í tilkynningu frá Ninjas in Pyjamas. 

Hópurinn klár

Ninjas in Pyjamas eru í hættu á því að detta útaf BLAST Premier Spring Groups keppninni sem stendur nú yfir en Hampus dró sig úr keppni eftir fyrstu tvo leikina og var unglingaliðsmaðurinn „maxster“ kallaður upp. 

Í viðtölum við fyrirliða Ninjas in Pyjamas og forstjóra liðsins fyrir nokkrum dögum tala þeir báðir um hversu spenntir þeir séu fyrir komandi keppnisári og loksins sé kominn hópur sem er klár að vinna saman.

Er þetta í annað sinn sem liðsmaður þeirra fer í leyfi á stuttum tíma en einn besti leikmaður heims gerði slíkt hið sama undir lok ársins 2021. 

Kominn til að vera?

Danski leikmaðurinn k0nfig hefur skrifað undir samning við Ninjas in Pyjamas og tekur stað Hampus þegar liðið heldur heim af BLAST Premier Spring Groups. Þetta er fyrsta lið k0nfig eftir að honum var sagt upp störfum hjá Astralis.

K0nfig spilaði þó sem varamaður fyrir Heroic í lok síðasta árs og var hæstur í liðinu með einkunnina 1.11. 

Liðsmenn Ninjas in Pyjamas fyrir komandi keppnistímabil:

  • Fredrik „REZ“ Sterner
  • Ludvig „Brollan“ Brolin
  • Aleksi „Aleksib“ Virolainen
  • Daniil „headtr1ck“ Valitov
  • Kristian „k0nfig“ Wienecke

HLTV

Værir þú til í að spila tölvuleik á íslensku?

  • Já klárlega
  • Nei helst ekki
  • Hef ekki sterka skoðun á því
mbl.is