Sýna frá herkænsku Evoker-keppanda

Heimsmeistaramótið í Arena-bikarnum í World of Warcraft Dragonflight.
Heimsmeistaramótið í Arena-bikarnum í World of Warcraft Dragonflight. Grafík/Activision Blizzard

Í nýju myndbandi frá Blizzard er hægt að fá ráðleggingar um það hvernig best sé að spila nýjasta kynþáttinn, Dracthyr Evoker, sem eru einskonar blendingar af manni og dreka.

Þá er sýnt frá herkænsku þeirra leikmanna sem spiluðu Evoker í fyrstu umferð AWC, heimsmeistaramóts Arena-bikarsins ásamt samsetningu hæfileikatrjáa þeirra.

Hægt að afrita hæfileikatrén

Hæfileiki drekanna til þess að láta mótherja sína „ganga í svefni“ þykir samkvæmt þessu lofa góðu ásamt því að spúa eldi yfir ákveðna vegalengd á flugi.

Hægt er að afrita og notast við sama hæfileikatré og keppendur í myndbandinu eru með. Það er gert með því að afrita textann, sem finnst undir myndbandinu, og líma inn í eigið tré innanleikjar.

Heimsmeistaramót Arena-bikarsins í World of Warcraft Dragonflight, AWC.
Heimsmeistaramót Arena-bikarsins í World of Warcraft Dragonflight, AWC. Grafík/Activision Blizzard
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert