Vinsælt borðspil á tölvuleikjamarkað

Borðspilið vinsæla.
Borðspilið vinsæla. Skjáskot/Amazon

Borðspilið Catan verður aðgengilegt á leikjatölvunum Xbox og Playstation undir lok febrúar. Borðspil hafa á síðustu árum verið að færast yfir í útgáfur fyrir leikjatölvur en þar má nefna borðspil eins og Monopoly og Uno.

Catan er eitt vinsælasta borðspil heims og því skiljanlegt að framleiðendur spilsins vilji að fleiri geti spilað og þá saman í gegnum netspilun. 

Nýtt myndskeið frá framleiðendum Catan-tölvuleiksins sýnir aðeins hverju megi búast við. Leikurinn kemur út á bæði Xbox og Playstation og munu spilarar geta spilað saman þvert á leikjatölvurnar.  

Spilarar geta spilað hver gegn öðrum eða gegn tölvunni sjálfri. Einnig verður möguleiki að finna spilara um allan heim. 

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is