Heimsmeistari í Formúlu 1 æfir sig í háloftunum

Einkaþota Max Verstappen.
Einkaþota Max Verstappen. Ljósmynd/Reddit

Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Max Verstappen, gerir allt sem þarf til þess að reyna verða betri.

Í viðtali við Helmut Marko, ráðgjafa hjá Red Bull liðinu, segir Helmut að Verstappen hafi látið breyta einkaþotu sinni svo hægt væri að koma fyrir ökuhermi um borð.

Því getur Verstappen æft sig í að keyra milli áfangastaða en Formúlu 1 ökuþórar þurfa ferðast um allan heim milli keppna. 

Rándýr einkaþota

Max Verstappen keypti einkaþotu sína árið 2020 fyrir um 16 milljónir bandaríkjadollara og er þotan máluð svört og appelsínugul. Max Verstappen tók þátt í 24 klukkustunda netkeppni Le Mans, en varð fyrir því óhappi að aftengjast netþjóninum og með því datt hann úr leik.

Verstappen hefur sagt netkeppnir í ökuleikjum vera á frábærri leið og allt umstang í kringum keppnirnar gert fagmannlega og vandað til verka.

Ökuhermar eru stór partur af þjálfun ökuþóra í Formúlu 1 en oft er einungis hægt að komast í ökuhermanna í höfuðstöðvum liðanna, með þessari breytingu getur Verstappen því æft sig, hvar og hvenær sem er. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert