Kuldinn fer illa í leikjatölvurnar

Móða getur myndast á skjá tölvunnar.
Móða getur myndast á skjá tölvunnar. Grafík/nintendo

Nintendo hefur gefið út leiðbeiningar hvernig eigi að bregðast við ef leikjatölvan fer að haga sér illa vegna veðurs.

Það sem greinir Nintendo Switch tölvuna frá helstu keppinautum hennar, Playstation og Xbox eru möguleikar spilarans að taka Nintendo Switch tölvuna með sér í ferðalög.

Á meðan Playstation og Xbox tölvurnar sitja yfirleitt á sama stað heima hjá spilaranum er hægt að taka Switch tölvuna með sér hvert sem er og spila leiki á ferð og flugi.

Móða á skjánum

Þetta getur þó þýtt að tölvan fer úr hlýju heimilinu og oft á tíðum út í kuldann. Þessi breyting á hitastigi hefur orðið til þess að móða fer að myndast innan á skjá tölvunnar.

Eigendur tölvunnar hafa birt myndir af þessu á Twitter í vikunni sem leiddi til þess að Nintendo gaf út leiðbeiningar hvernig eigi að bregðast við þessu.

Ef þú tekur eftir móðu að myndast á eða innan á skjánum, slökktu á tölvunni samstundis og settu tölvuna inn í hlýtt herbergi þangað til móðan hverfur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert