Ný streymisveita í samstarfi við bílaframleiðanda

Streymisveitan Kick fer í beina samkeppni við stærri streymisveitur.
Streymisveitan Kick fer í beina samkeppni við stærri streymisveitur. Grafík/Kick

Ný streymisveita að nafni „Kick“ segist fara í beina samkeppni við vinsælu streymisveituna Twitch. Kick tilkynnti á dögunum spennandi samstarf við keppnislið Alfa Romeo í Formúlu 1.

Kick hefur ekki verið lengi á markaðinum en fékk mikla athygli í desember síðastliðnum þegar fyrrum Twitch-stjarnan Tyler „Trainwreck“ Niknam sagði frá sinni upplifun af streymisveitunni Twitch. 

Ósáttur við fyrirkomulagið

Trainwreck tjáði á Twitter-síðu sinni hversu ósanngjarnt fyrirkomulag Twitch væri og að þeir sem streyma á síðunni fái einungis um helming af verði áskriftar og sakaði Twitch um að standa ekki við loforð sitt að lofa streymurum 70% auglýsingatekna af streymum þeirra. 

Trainwreck sagði frá sinni hlið á hvernig streymisveitan Twitch hefur komið fram við hann á síðunni: http://www.twitlonger.com/show/n_1ss6lub 

Kick tilkynnti stefnu sína á samfélagsmiðlum en þeir sem streyma hjá þeim fá fast tímakaup sem er metið eftir meðalfjölda áhorfenda, virkni áhorfenda og fleiri atriðum. 

Samstarf Kick og Alfa Romeo verður sýnilegt í nokkrum keppnum liðsins í Formúlu 1 sem og á streymisveitunni sjálfri. Kick mun einnig streyma frá keppnum þar sem áhorfendur eiga möguleika á því að sjá starfsemi liðsins frá nýjum sjónarhornum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert