Koma til móts við spilara eftir galla

FIFA 23 er vinsælasti fótboltaleikur heims.
FIFA 23 er vinsælasti fótboltaleikur heims. Skjáskot/Steam

EA Sports, framleiðandi fótboltaleiksins FIFA 23, gaf út pakka í vikunni sem innihéldu útgáfur leikmanna sem enginn vildi.

Einn vinsælasti leikhamur FIFA er „Ultimate Team“ en þar geta spilarar byggt sitt eigið lið, safnað peningum og eytt í leikmenn eða freistað gæfunnar og keypt pakka þar sem tækifæri er að fá betri leikmenn en spilari á efni á.

Þó er hægt að kaupa gjaldeyri innan Ultimate Team og nota hann til þess að kaupa pakkana og margir sem nota það sem tækifæri til að safna miklum peningum, kaupa og selja pakka.

Heimsmeistaramótið í fótbolta

Meðan heimsmeistaramótið í fótbolta stóð yfir var FIFA með sína útgáfu af heimsmeistaramóti í leik sínum og gátu spilarar fengið sérstök heimsmeistaramóts-spil sem voru aðrar útgáfur af leikmönnum sem voru nú þegar í leiknum.

Þegar heimsmeistaramótinu lauk fóru þessi spil þó úr leiknum og er ekki hægt að nota þau lengur. Sumir leikmenn lentu í því síðustu daga að opna pakka í von um að eignast góða leikmenn, en fá þessi heimsmeistaraspil í pökkunum sínum, þeim til mikillar gremju.

Rauðu spilin eru sérstök útgáfa spilanna til þess að fagna …
Rauðu spilin eru sérstök útgáfa spilanna til þess að fagna HM í fótbolta. Skjáskot/Reddit

Margir velta því fyrir sér hvernig þetta sé hægt enda margar vikur síðan heimsmeistaramótinu lauk.

EA Sports hefur þó gefið spilurum venjulegar útgáfur spjaldanna sem fengust úr pökkunum og eru flestir sáttir við sinn feng, og skjót viðbrögð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert