Boðið að prófa nýju uppfærsluna

Von er á nýrri uppfærslu innan tíðar.
Von er á nýrri uppfærslu innan tíðar. Ljósmynd/GDZ

Í dag fengu nokkrir heppnir spilarar að prófa nýju uppfærslu stýrikerfis Playstation 5.

Í uppfærslunni geta spilarar tengst samskiptamiðlinum Discord sem er einn vinsælasti samskiptamiðill tölvuleikjaspilara og varð aðgengilegur Xbox spilurum fyrir nokkrum mánuðum.

Einnig mun Playstation 5 leikjatölvan styðja hærri gæði í skjám. 

Bráðum verður hægt að velja Discord.
Bráðum verður hægt að velja Discord. Skjáskot/Playstation

Spjallið á hærra stig

Samskiptaforrit Playstation, Playstation Party, er gríðarlega vinsælt meðal notenda en er þó ekki á sama stigi og Discord, en með Discord forritinu er hljóðneminn einungis virkur meðan talað er og takmarkar það öll önnur bakgrunnshljóð (e. background noise).

Valmöguleikar fyrir hljóðnemann.
Valmöguleikar fyrir hljóðnemann. Skjáskot/Discord

Auk þessara breytinga munu koma smávægilegar breytingar á útliti viðmótsins þar sem koma ný tákn fyrir möguleikana að sjá hver af vinalistanum er að spila og geta hoppað beint í leik með vinum sínum. 

Ekki er komin endanleg dagsetning á uppfærsluna en talað er um á spjallþráðum að búast megi við henni í byrjun mars.

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is