Finna sér heimavist með hjálp töfrahattsins

Flokkunarhatturinn í Harry Potter-sögunum sér um að flokka nýnema Hogwartsskóla í heimavistir, og hafa margir aðdáendur sagna J.K. Rowling eflaust velt því fyrir sér hvert þeir yrðu settir. 

Þar sem útgáfa tölvuleiksins Hogwarts Legacy er rétt handan við hornið geta aðdáendur sagna J.K. Rowling nú komist að raun um í hvaða heimavist þeir ættu heima. 

Er það gert með prófi á heimasíðunni Wizarding World, en þar má einnig komast að því hvaða verndardýr fylgir viðkomandi eða þá hvernig töfrasproti myndi henta honum.

Hogwarts Legacy.
Hogwarts Legacy. Grafík/Avalanche

Situr á lykli að fornu leyndarmáli

Hogwarts Legacy er hasar- og hlutverkaleikur sem spilaður er í opnum heim og gefur leikmönnum tækifæri á að stunda nám í Hogwartsskólanum árið 1800. 

„Persónan þín er nemandi sem situr á lyklinum að fornu leyndarmáli. Leyndarmáli sem ógnar tilvist galdraheimsins með hótunum um að rífa hann í sundur. Nú getur þú stjórnað hasarnum og verið í miðpunkti eigin ævintýris í galdraheiminum. Arfleiðin er sú sem þú gerir hana að,“ segir um leikinn á opinberri heimasíðu hans.

Þann 10. febrúar kemur leikurinn út og verður hægt að spila hann á öllum helstu leikjatölvum, en hægt er að kaupa hann í forsölu nú þegar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert