Fyrstir til að vinna Böðla 3:0

Sojourn í Overwatch 2.
Sojourn í Overwatch 2. Grafík/Activision Blizzard

Baráttan í Almenna í Overwatch magnast og hefur rafíþróttaliðið NÚ sýnt mjög mikinn styrk á tímabilinu.

Síðustu helgi mætti NÚ einu sterkasta liði senunnar, Böðlum, sem eru margfaldir meistarar Almenna. Leikmenn NÚ unnu því mikið afrek þegar þeir komu króki á þá og enduðu leikinn 3:0, en þetta var í fyrsta sinn sem einhver vinnur Böðla 3:0 í Almenna.

Tímabilið er þó ekki búið og hafa Böðlar enn möguleika á að vinna deildina, en þeir sitja í þriðja sæti og mega því ekkert gefa eftir það sem eftir er deildar.

NÚ er stigahæst og lætur því vel um sig fara í efsta sæti deildarinnar með Atgeira rétt á eftir sér.

Staðan í Almenna í Overwatch.
Staðan í Almenna í Overwatch. Skjáskot/challonge.com

Stórleikur annað kvöld

Annað kvöld klukkan 20.00 hefst gríðarlega mikilvægur leikur en þá mætast Atgeirar og NÚ. Bæði liðin hafa unnið alla sína leiki á tímabilinu fram að þessu.

Má því segja að ákveðin örlagastund sé í vændum og er mikið í húfi núna á lokasprettinum.

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is