Nafnið passaði svo vel að það festist

Tölvuleikjaspilarinn og streymarinn Rósa Björk oftast þekkt sem „Goonhunter“ bauð okkur heim til sín og sýndi okkur aðstöðuna sína.

Það má með sanni segja að Rósa hafi komið fersk inn á tölvuleikjavettvanginn en hún bæði spilar Counter-Strike og sýnir frá því á Twitch-síðu sinni. Hún starfar einnig hjá Dusty við myndbandsgerð.

Rósa ásamt Sævari Breka blaðamanni.
Rósa ásamt Sævari Breka blaðamanni. mbl.is/Kristófer Liljar

Gerir gott úr málunum

Rósa segir okkur frá sögu sinni og segir frá tengingu sinni við Píeta-samtökin og hvernig hún notar sinn vettvang til þess að styðja við samtökin.

Hún hefur fengið sinn skerf af skilaboðum á streyminu sínu en segir það ekki trufla sig enda hafi hún gaman af því að eiga við þessi skilaboð og svara þeim með gríni.

Rósa Björk er nýjasti gestur þáttarins SETTÖPP, þar sem hið ýmsa áhugafólk um tölvuleiki og rafíþróttir er sótt heim og aðstaðan skoðuð í bak og fyrir.

mbl.is/Kristófer Liljar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert