Auglýsa eftir öflugum hönnuðum

Auglýst hefur verið í stöðu í hönnunarteymi nýs leiks.
Auglýst hefur verið í stöðu í hönnunarteymi nýs leiks. Ljósmynd/EA

Leikjaframleiðandinn Electronic Arts er einn fremsti framleiðandi íþróttatölvuleikja og virðist framleiðandinn ætla bæta við sig stóru verkefni.

Á ráðningarsíðu þeirra geta hönnuðir sótt um starf við gerð leiks sem á að vera umfangsmikið verkefni og flottur leikur. Dæmi um leiki frá Electronic Arts er FIFA, Madden og NHL. 

Grafík/EA

Þrátt fyrir vinsældir leikja þeirra virðist fyrirtækið oft halda sig innan síns þægindarramma og gefa oft út marga leiki í sömu leikjaseríum en hafa þó kannað áhugann á öðrum íþróttum en þeir eru vanir.

Dæmi um aðra leiki sem gefnir voru út en fengu ekki áframhaldandi framleiðslu eru EA Sports MMA sem kom út árið 2010 og EA Sports PGA Tour. 

Grafík/EA

Auglýsingin á ráðningarsíðunni gefur til kynna að stórt verkefni sé í vændum en ekki er vitað í hverju það felst, hvort það er ný íþrótt, nýr tölvuleikur eða endurgerð gamalla leikja.

Verkefni þess sem ráðinn verður er þó að hanna gjaldmiðlakerfi í leiknum en miklar tekjur fást með því að selja efni í leiknum sem gefur spilurum forskot á aðra.

Netverjar velta nú fyrir sér hvort íþróttir eins og tennis eða körfubolti séu að fá nýja viðbót en einn vinsælasti íþróttatölvuleikur heims, NBA 2K, er ekki framleiddur af Electronic Arts. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert