Fundu gögn sem lofa góðu

Call of Duty: Modern Warfare II.
Call of Duty: Modern Warfare II. Grafík/Activision Blizzard

Tölvuleikurinn Call of Duty: Modern Warfare 2 fær nýja uppfærslu í þessum mánuði en hvort hún innihaldi vinsæla leikhaminn Gunfight verður að koma í ljós.

Framleiðendur leiksins gáfu út í júní árið 2022 að leikhamurinn myndi verða aðgengilegur spilurum á einhverjum tímapunkti. 

Rýnt í gögnin

Í janúar kom í ljós að búið væri að hanna leikhaminn því nokkrir einstaklingar sem skoða gögnin sér til gamans fundu upplýsingar um það. Því trúa margir að leikhamurinn gæti fylgt með í næstu uppfærslu sem kemur 15. febrúar en ekki er enn búið að staðfesta það.

Út á hvað snýst leikhamurinn?

Gunfight snýst um að fella andstæðinginn eins og flest annað í Call of Duty en þarna eru tveir saman í liði og hafa 40 sekúndur til þess að fella hitt liðið. Takist það ekki birtist fánastöng í miðju kortinu og er kapphlaup hver er fyrstur að ná því og taka öll stigin.

Leikhamurinn gæti fylgt næstu uppfærslu.
Leikhamurinn gæti fylgt næstu uppfærslu. Skjáskot/COD

Spilarar bíða spenntur eftir þessum leikham því þeir sem hafa spilað það áður segja ekkert líkjast spennunni þegar fánastönginn rís og kapphlaupið hefst

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is