Milljónir keypt sér eintak

Tölvuleikurinn hefur unnið til verðlauna fyrir góðan söguþráð.
Tölvuleikurinn hefur unnið til verðlauna fyrir góðan söguþráð. Skjáskot/EA

Framleiðendur eins vinsælasta samvinnutölvuleiks heims um þessar mundir náði stóru markmiði nýlega.

Leikurinn ber nafnið It Takes Two og er hannaður af Hazelight Studios en Electronic Arts gaf leikinn út sem hefur slegið í gegn með fallegum söguþræði og áhugaverðri sögu.

Í leiknum þurfa spilarar að hjálpast að reyna bæta sambandið þeirra Cody og May sem eru á mörkum skilnaðar. Örlögin verða til þess að parið breytist í dúkkur og þurfa hjálpast að til þess að breytast til baka.

Spilarar geta valið að spila saman í gegnum netspilun eða á sömu tengingu, annar aðilinn spilar sem Cody og hinn sem May. Mörg verkefni standa í vegi fyrir því að þau nái markmiði sínu og þarf góð samskipti til þess að klára verkefnin. 

Á Twitter-síðu sinni greindi Hazelight Studios frá því að seld hafi verið meira en 10 milljón eintök af leiknum og því mögulegt að yfir 20 milljón spilarar hafi notið leiksins.

Leikurinn hefur einnig unnið til verðlauna en hann var valinn leikur ársins 2021 og besti samvinnuleikur ársins 2022 á BAFTA verðlaununum. 

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is