Stelpurnar í Babe Patrol bjóða í Bingó

Stelpurnar í Babe Patrol. Frá vinsti Eva, Högna, Kamila og …
Stelpurnar í Babe Patrol. Frá vinsti Eva, Högna, Kamila og Alma. mbl/Eggert Jóhannesson

Stelpurnar í streymishópnum Babe Patrol ætla að halda „alvöru bingókvöld“ næstu helgi.

Á föstudaginn verður heldur en ekki fjör í Kópavogi þegar stelpurnar bjóða í bingó í rafíþróttahöllinni Arena. Kvöldið hefst klukkan 20:00 og verða glæsileg verðlaun í boði. Þar að auki verða tilboð á barnum og „bullandi stemning“.

Þetta er þó ekki fyrsti viðburður Babe Patrol í Arena, en í október á síðasta ári héldu þær kvennakvöld sem gekk vonum framar.

Frá kvennakvöldi Babe Patrol í Arena.
Frá kvennakvöldi Babe Patrol í Arena. Ljósmynd/Ágúst Wigum

Strákarnir vildu vera með

Í samtali við mbl.is segir Eva Margrét, í Babe Patrol,  að bingókvöldið verði að mörgu leyti líkt kvennakvöldinu.

„Okkur langar að búa til svipaða stemningu og þá. Það var ótrúlega gaman að spjalla við fólkið í salnum og svo fóru allir saman inn í sal að spila,“ segir Eva.

„Eftir stelpukvöldið fengum við þó nokkur skilaboð þar sem strákarnir vildu fá að vera með næst svo nú eru allir velkomnir!“

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is