Eiga erfitt með troðslurnar

Sumir spilarar hafa átt í vandræðum með leikinn.
Sumir spilarar hafa átt í vandræðum með leikinn. Skjáskot/NBA

Nokkrir spilarar körfuboltatölvuleiksins NBA 2K23 hafa tekið eftir galla ef leikmenn þeirra eru of góðir.

Ef spilari eykur getu leikmannsins síns í því að troða boltanum til fulls ætti leikmaðurinn ekki að eiga í neinum erfiðleikum við það að troða yfir aðra leikmenn eða á opna körfu.

Gallinn „lagaður“

Hins vegar hafa þó nokkrir lent í því að boltinn hreinlega fer ekki ofan í körfuna, þrátt fyrir lélega vörn andstæðingsins. 

Nokkrum dögum eftir að gallinn kom í ljós birtist uppfærsla frá framleiðendum NBA 2K23 sem átti að laga vandann en leikmenn eru enn þá að velta fyrir sér hvaða vanda var verið að laga því ekki var troðsluvandinn lagaður.

Reddit-notandinn SuperMo18 birti myndskeið þar sem gallinn sést greinilega en leikmaður hans á að fara létt með troðslurnar. 

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is