Nýja varan skiptir um lit

Hönnun fjarstýringunnar var lekið á netið.
Hönnun fjarstýringunnar var lekið á netið. Skjáskot/XboxSquad

Leikjatölvuframleiðandinn Xbox leitar ávallt leiða til þess að höfða betur til neytenda. Ný fjarstýring virðist vera á leiðinni og segja heimildir að hún búi yfir eiginleikum sem aldrei hafi sést áður.

Xbox hefur áður gefið út fjarstýringar sem eru óhefðbundnar í útliti líkt og fjarstýringin sem gefin var út í samstarfi við tölvuleikinn Halo.

Twitter-notandinn „billbil-kun“ birti upplýsingar um fjarstýringuna þar sem hann segir fjarstýringuna geta breytt um lit og að nú þegar sé búið að stofna sölusíðu fyrir fjarstýringuna í netverslun Amazon.com.

Einnig hafa notendur Xbox í Frakklandi sagt að hægt sé að kaupa þessa nýju fjarstýringu í völdum verslunum þar í landi.

Litir fjarstýringarinnar eru fjólublár og svartur og lítur hún út eins og stjörnuhiminn og eru litirnir breytilegir eftir því hvernig horft er á fjarstýringuna og í hvaða lýsingu hún er skoðuð.

Xbox hefur ekki staðfest þessar fréttir en búist er við tilkynningu innan tíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert